Stjórnir og mótanefndir Fáks og Spretts hafa ákveðið að halda sameiginlegt gæðingamót dagana 27.-30. maí næstkomandi á félagssvæði Spretts.
Síðastliðin ár þegar ekki er landsmót hefur þátttaka í gæðingakeppni hjá félögunum verið dræm. Hafa félögin í því ljósi ákveðið að halda eitt gæðingamót saman núna í vor.
Mótið verður opið og keppt í öllum helstu flokkum gæðingakeppninnar auk T1 opinn flokkur. Efstu knapar Fáks og Spretts verða verðlaunaðir í öllum flokkum.
Nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar.