Fræðslunefnd Fáks stendur fyrir rafrænni sýnikennslu með gleðiboltunum og reiðkennurunum þeim Arnari Bjarka Sigurðarsyni og Hjörvari Ágústssyni mánudaginn næstkomandi, 14. desember, klukkan 20:00.
Í sýnikennslunni verður fjallað um þjálfun hesta í upphafi vetrar og hvað er hægt að gera margt sniðugt utan reiðhalla. Einnig munu þeir koma inn á mikilvægi jákvæðs viðhorfs í reiðmennsku.
Sýnikennslan verður í opnu streymi í gegnum Facebook síðu Fáks.