Birt fyrst 27. ágúst 2020
Hinrik Sigurðsson reiðkennari og umsjónarmaður Reiðmannsins hjá Lbhí heldur reiðnámskeið hjá Fáki í nóvember og desember. Um er að ræða bæði verklega og bóklega kennslu þar sem ítarlega er farið yfir þjálfun og uppbyggingu reiðhestsins.
Námskeiðið byggir á 10 verklegum reiðtímum þar sem 2 knapar ríða saman og tveimur lengri bóklegum tímum.
Frábær leið til þess að hefja vetrarþjálfunina á uppbyggilegan og skipulagðan hátt.
Tíu manns sitja námskeiðið saman.
Kennt er í TM Reiðhöllinni eftirfarandi daga milli 18:00 – 21:30:
15., 16., 22., 29. og 30. desember
5., 6., 12., 13. og 19. janúar.
Að auki verður kynningarfundur í Guðmundarstofu og tveir bóklegir tímar 21. nóvember og 5. desember kl. 10 – 12.
Verð 66.500.
Skráning fer fram á Sportfeng https://skraning.sportfengur.com/