Í dag er Fákur 98 ára en félagið var stofnað 22. apríl 1922 og er elsta hestamannafélag landsins. Það á vel við að í dag skíni sól sem vonandi boðar vorkomu eftir erfiðan vetur, þar sem við höfum öll þurft að breyta áformum okkar og jafnvel þurft að dvelja langdvölum fjarri fjölskyldu og vinum. En þríeykið okkar er að ná tökum á blessaðri veirunni, það virðist vera nóg að hlýða Víði og skulum við Fáksfélagar vera öðrum gott fordæmi í því.
Nú hyllir vonandi í það að við getum opnað TM-reiðhöllina okkar og haldið áfram með vetrarstarfið þó það verði í eitthvað breyttri mynd, en við höfum þó haft þau foréttindi umfram aðra að geta stundað íþróttina okkar og áhugamál nánast óáreitt utandyra og notið þess að ríða út á okkar frábæru reiðvegum.
Við Fáksfélagar ætlum að gefa félaginu okkar þá afmælisgjöf að taka til á félagsvæði okkar á Víðivöllum og í Almannadal í hæfilegri fjarlægð frá hvort öðru á milli kl. 17 og 19 í dag.
Með vorkveðju og von um bjartari tíð,
Hjörtur Bergstað
formaður