Fræðslunefnd Fáks vil koma því á framfæri að námskeiðahald helst óbreytt meðan að samkomubann er í gildi. Ástæðurnar fyrir því eru eftirfarandi:

  • Kennsla fer fram í einkatímum eða í litlum hópum.
  • Kennsla fer fram í stóru rými þar sem mjög auðvelt er fyrir kennara og nemendur að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá hvort öðru.
  • Áhöld eins og reiðtygi og hnakkar eru eign hvers og eins nemenda ólíkt því sem tíðkast í öðrum íþróttahúsum.

Fræðslunefnd hvetur auk þess félagsmenn til þess að kynna sér leiðbeiningar sem er að finna á vefnum www.covid.is til að forðast smit.