Langar þig í reiðkennslu hjá kennara sem segir þér á skýran, hispurslausan, og einlægan hátt hvernig þú getur bætt árangurinn við þjálfun hestsins þíns?
Maggi Lár er einstaklega laginn við að bæta ásetu og stjórnun hjá knöpum þannig að niðurstaðan verði mikil bæting á gangtegundum og höfuðburði.
Magnús Lárusson hefur viðamikinn bakgrunn í fimiæfingum, á langan reiðkennara- og keppnisferil að baki auk þess að vera með dómararéttindi. Hann getur því hjálpað þér með flest það sem þig langar til að fá hjálp við. Prófaðu bara!
Einkatímarnir hjá Magga fara fram á föstudögum í reiðhöllinni hans Didda frá klukkan 16. Hægt verður að kaupa tvo tíma í einu. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.