Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námskeið hjá Fáki í vetur ef næg þátttaka næst. Listinn er ekki tæmandi, heldur geta fleiri námskeið bæst við og svo geta félagsmenn eða reiðkennarar pantað tíma í höllinni og skipulagt námskeið fyrir sig og sína. Við höfum innan okkar raða öflugan hóp af reiðkennurum og öðrum hestamönnum með mikla reynslu til að miðla frá sér svo það er um að gera að sníða námskeið eftir sínum þörfum og hafa samband við reiðkennara/leiðbeinanda.
1. Knapamerkjanámskeið. Boðið upp á öll knapamerkin og hefjast þau 13. jan. Einnig boðið upp á knapamerki 1 og 2 aftur í mars.
2. Skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni.
3. Keppnisnámskeið Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Börn, unglingar og ungmenni ganga fyrir. Hefst föstudaginn 24 jan. Kennt á föstudögum í 10 skipti.
4. Pollanámskeið. Skemmtilegt námskeið fyrir yngri kynslóðina og hefst það um miðjan febrúar og kennt á sunnudögum.
5. Riddaranámskeið. Námskeið fyrir börn og unglinga þar sem leikgleðin ræður ríkjum. Hefst í byrjun febrúar, Átta tímar.
6. Hringtaumsnámskeið – áseta og tvítaumsvinna. Er helgarnámskeið.
7. Heldri borgara námskeið. Námskeið fyrir 60+ og hefst það upp úr miðjum febrúar.
8. Helgarnámskeið. Stefnt að tveimur helgarnámskeiðum, öðru í febrúar og hinum í mars/apríl
9. Reiðnámskeið sérsniðið fyrir konur. Hefst í febrúar.
10. Byrjendanámskeið hefst í lok janúar.
11. „Boom proof” námsskeið: Markmið: Öruggari hestur, aukin skilningur á eðli hestins og þar af leiðandi öruggari knapi.Kennt í mars.
12. Reiðnámskeið með Robba Pet. Sniðið að þörfum knapans á Þriðjudögum/fimmtudögum. Tveir saman eða einkatímar.
13. Keppnisnámskeið og dómaranámskeið Önnu og Friffa: 10 tímar, á þriðjudagskvöldum, endað á litlu móti. Hefst upp seinnipartinn í jan.
14. Reiðnámskeið Rúnu Ei narsdóttur – klæðskerasaumað að óskum knapans á þriðjudögum (almennt, keppnis, útreiðar osfrv.)
Nauðsynlegt er fyrir okkur að vita hvernig námskeið félagsmenn vilja fá því það er oftast hægt að skella upp því námskeiðið sem óskað er eftir. Endilega sendið okkur póst á fakur@fakur.is svo við vitum hvernig námskeið á að bjóða upp á.