Nú ætlar Hestamannafélagið Fákur að styðja unga upprennandi hestamenn til að stíga sín fyrstu skref sem hestamann og bjóða upp á aðstöðu og aðstæður til að stunda hestamennsku. Um er að ræða nýliðunarnámskeið sem Fákur býður upp á þar sem unglingar fá aðgang að hesti, allri aðstöðu og reiðkennara sem leiðbeinir þeim að verða betri knapar og hestamenn.
Fákur skaffar
Hest
Reiðtygi (nema reiðhjálm sem hver þátttakandi verður að koma með sjálfur fyrir sig)
Hesthús og fóður
Reiðkennara
Það sem þátttakendur þurfa að gera er; mæta og stunda sinn hest og hafa gaman að undir leiðsögn reiðkennara.
Kostnaður fyrir nemendur er kr. 15.000 á mánuði og hægt verður að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar.
Unglingar fædd 1997 – 2000 ganga fyrir en í boði eru 12 pláss. Hver unglingur fær sinn hest og reiðtygi tvisvar í viku (dagarnir verða ákveðnir). Reiðkennari er á staðnum frá kl. 16:30 – 18:30 og leiðbeinir unglingunum með sína hestamennsku en það eru 4 unglingar í hverjum hópi sem eiga rétt á að mæta hvern dag. Þátttakendur geta valið daga 2 í viku til að mæta en mælst er með að það líði nokkrir dagar á milli. (mætingatímar):
Mánudaga og fimmtudaga
Þriðjudaga og föstudaga
Miðvikudaga og laugardaga
Reiðkennari/leiðbeinandi er við frá kl. 16:30 – 18:30 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 13:00 – 15:00
Skráning á fakur@fakur.is og koma þarf fram nafn, kennitala, sími, netfang, hvaða daga valdir eru osfrv.