Bókleg knapamerki verða kennd í október/nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust.

Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust. Knapamerkjabækurnar fást t.d. í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn eiga einnig eintök (ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur). Kennari bóklegra knapamerkja er Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari.

Áætlaðir kennsludagar eru;

  • KM1: 18.okt., 23.okt., 25.okt. og 30.okt. Kl.17:00-18:30
  • KM2: 18.okt., 23.okt., 25.okt. og 30.okt. Kl.18:30-20:00
  • KM3: 6.nóv., 8.nóv., 13.nóv., 15.nóv., 20.nóv. og 22.nóv. Kl.17:00-18:30
  • KM4: 8.nóv., 11.nóv., 15.nóv., 22.nóv., 25.nóv., 27.nóv. og 29.nóv. Kl.18:30-20:00.
  • KM5: Hefst 18.okt á KM1. Kennslustundir skipulagðar að loknu námi í KM1-4.

 

Knapamerki 1: 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf. Verð kr.17.000.

Knapamerki 2: 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf. Verð kr.17.000.

Knapamerki 3: 12 bóklegir tímar (6 skipti) og próf. Verð kr.19.000

Knapamerki 4: 14 bóklegir tímar (7 skipti) og próf. Verð kr.29.000

Knapamerki 5: 8 bóklegir tímar og frjáls mæting í allar kennslustundir í KM1-2-3-4. Verð kr.31.000

Kennsla er að mestu á netinu og verða sendar nánari upplýsingar á þátttakendur þegar nær dregur.  Öll skrifleg próf fara fram í Samskipahöllinni í Spretti.

Skráning er opin og fer fram í gegnum sportabler Spretts:

https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur