2. vetrarleikar Fáks verða haldnir á laugardaginn næstkomandi, 16. mars klukkan 11:00. Vetrarleikar verða hefðbundnir og keppa pollar og börn inni í Lýsishöllinni og aðrir flokkar úti.

Skráning fer fram á Sportfeng nema fyrir polla, þeir skrá sig hér að neðan.

Skráningu lýkur 21:00 föstudaginn 15. mars og verða ráslistar birtir á laugardagsmorgun. 

Ekkert skráningargjald er fyrir polla, 1500 kr fyrir börn, 2.000 kr fyrir unglinga og ungmenni og 3.000 kr fyrir fullorðinsflokka.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að pollar og börn keppa inni í reiðhöllinni, aðrir flokkar á beinu brautinni á Hvammsvelli. Börn ríða upp á vinsti hönd hægt tölt og síðan frjálsa ferð. Úrslit verða riðin strax á eftir.

Úti skal sýna tölt, frjálsa ferð suður og hægt til baka, 2 ferðir. Úrslit á eftir hverjum flokki og verðlaunaafhending.

  • Pollaflokkur (teymdir)
  • Pollaflokkur (ríðandi)
  • Barnaflokkur minna vanir – Í Sportfeng merkt: Gæðingatölt – Barnaflokkur 2
  • Barnaflokkur meira vanir – Í Sportfeng merkt: Gæðingatölt – Barnaflokkur 1
  • Unglingaflokkur – minna vanir – Í Sportfeng merkt: Gæðingatölt – Unglingaflokkur 2
  • Unglingaflokkur – meira vanir – Í Sportfeng merkt: Gæðingatölt – Unglingaflokkur 1
  • Ungmennaflokkur – Í Sportfeng merkt: Gæðingatölt Ungmennaflokkur 1
  • Fullorðnir /minna vanir – Í Sportfeng merkt: Gæðingatölt – fullorðinsflokkur 2
  • Fullorðnir / meira vanir – Í Sportfeng merkt: Gæðingatölt – fullorðinsflokkur 1