Í kvöld verður kynningarfundur fyrir áhugasamar konur í Fáki á Töltslaufum og Kjarnakonum. Við munum m.a. fara yfir fyrirkomulagið í tímunum ásamt því að fara í hugmyndavinnu um skemmtilegar æfingar og slaufur.
Áður en við leggjum af stað í þetta skemmtilega verkefni er mikilvægt að ná góðri þátttöku og samstöðu. Okkur langar því að biðja allar þær konur sem hafa áhuga á að æfa í skemmtilegum kvennahópi að koma á fundinn. Endilega bjóðið áhugasömum vinkonum/dætrum/frænkum/mæðrum/ömmum… með til að kynna sér starfið:)
Fundurinn verður haldinn í Guðmundarstofu:
- Kjarnakonuhópur mætir kl. 19:30 – 20:10
- Töltslaufuhópurinn mætir kl. 20:10 – 20:50
Kennarar eru Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow
Kjarnakonur
Kennsla, æfingar sem reyna á samhæfingu og fræðsla sem nýtist í almennum útreiðum/þjálfun. Tímarnir verða fjölbreyttir, t.d. stöðvaþjálfun, umhverfisþjálfun, parareið, einfaldari slaufuverkefni og leikir/þrautir sem hægt verður að framkvæma á tölti og jafnvel með tónlist. Það verða einnig undirbúningsæfingar sem fara fram í gegnum sýnikennslu, myndbönd eða með fyrirlestri í bóklegum tímum.
Verkleg kennsla hefst 25. janúar.
Kennt er til skiptis frá 19.30 – 20.30 eða 20:30 – 21:30.
Verð: 42.500 kr
Töltslaufur
Hópur sem samanstendur af 20-24 stelpukonum sem vilja æfa krefjandi sýningaratriði. Í þessum hópi er gerð krafa um reynslu í töltslaufum, skuldbindingu, þjálan og öruggan hestakost og öruggan knapa. Markmiðið er að sýna vel þjálfað og öruggt sýningaratriði á stórsýningu Fáks.
Verklegar æfingar hefjast 25 janúar.
Kennt er til skiptis frá 19.30 – 20.30 eða 20:30 – 21:30.
Verklegir tímar verða a.m.k. 10 talsins, en það má gera ráð fyrir auka æfingum á tímabilinu.
Verð: 42.500 kr