Þar sem verið er að setja nýtt efni yfir stóra völlinn verða stórvirkar vinnuvélar keyrandi á stóra vellinum næstu daga. Einnig á að byrja á því á morgun (5. nóv.) að plægja niður rafmagnsstreng meðfram trippahringnum svo þar verða líka stórvirkar vinnuvélar. Í framhaldi verður svo trippahringurinn upplýstur.

Við biðjum því alla að fara varlega við útreiðarnar og helst að velja aðrar leiðir til að ríða út á næstu dögum. Eftir þessa vinnu munum við svo hafa “heimsins” bestu reiðvegi í Reykjavík 😉