Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir reiðkennari ætlar að bjóða upp á stutt og hnitmiðað námskeið um vinnu í hendi og hringteymingar. 

Fyrsti tíminn er næsta laugardag, 30. nóvember, klukkan 14:00 – 15:00. Síðan verða næstu tímar vikulega á miðvikudögum klukkan 19:30 – 20:30 til 18. desember.

Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki.

Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til að byggja upp réttu vöðvana í hestinum.

Frábært tækifæri að byrja veturinn á vinnu í hendi þegar hrossin eru að komast af stað í þjálfun.   

Skráning fer fram á Sportfeng og kostar námskeiðið 12.000 kr.

Þátttakendur mæta með eigin hest og búnað.