Æskulýðsnefnd hefur ákveðið að bjóða upp á verklegt knapamerkjanámskeið 1,2 og 3 nú á haustönn. Knapamerkin eru frábær leið fyrir þá sem vilja sækja stigskipt nám í hestamennsku og bæta við þekkingu sína og færni sem reiðmenn.

Minnum á að hægt er að nota frístundastyrkinn og að knapamerkin telja til eininga í framhaldsskólum. Lágmarksaldur er 12 ára til að taka próf í knapamerkjum.

Ef áhugi er fyrir hendi á að skrá börn 10-11 ára á námskeiðið er hægt að hafa samband við reiðkennarann. (Tekur þátt í námskeiðinu en tekur ekki próf)

Námskeiðið byrjar 16:30 á daginn. Nánari tímasetning hópa verður send þegar skráning liggur fyrir.

 

Knapamerki 1 er kennt á mánudögum og miðvikudögum. 

Námskeiðið er samtals 12 tímar og hefst þann 18.október. Verð 32.250kr.

 

Knapamerki 2 er kennt á mánudögum og miðvikudögum.

Samtals 16 tímar  og hefst þann 18.október. Verð 42.250

 

Knapamerki 3 er kennt á mánudögum og miðvikudögum.

Samtals 20 tímar og hefst þann 18 oktober.  Verð 52.250. Hægt er að skipta greiðslum niður á 2 mánuði.

 

Skráning fer fram á Sportabler

 

Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir mun kenna námskeiðið en hún er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla.

Möguleiki er á að bjóða upp á sér hóp fyrir fullorðna í Knapamerkjunum ef áhugi er fyrir hendi. Áhugasamir sendi fyrirspurn á villa.fannberg@gmail.com

Hægt verður að taka stöðupróf í knapamerkjum 1 og 2. Þá mætir nemandi eingöngu í prófið í lok námskeiðsins. Þeir sem hafa áhuga á að takastöðupróf í 1 , 2 og 3 hafi samband á villa.fannberg@gmail.com

Hér er hægt að kynna sér betur Knapamerkin á heimasíðunni;  http://knapamerki.is/