Uppskeruhátíð Fáks var haldin í gærkvöldi og þar voru ræktendur efstu kynbótahrossa verðlaunaðir. Vegna sóttvarnarreglna var að þessu sinni var einungis verðlaunahöfum boðið að koma og taka við verðlaunum fyrir árangur ársins.

170 hross ræktuð eða í eigu félagsmanna Fáks voru sýnd á árinu 2020.

Ræktunarbikar Fáks 2020 hlýtur Kári Stefánsson fyrir Jökul frá Breiðholti í Flóa, en hann hlaut í aðaleinkunn 8.81. Jökull er undan heiðursverðlaunahrossunum Gunnvöru frá Miðsitju og Huginn frá Haga I. Verðlaunin eru veitt hæst dæmda hrossi ársins sem er ræktað og í eigu félagsmanns Fáks.

Þá var efsta hross í hverjum flokki verðlaunað. Þau eru eftirfarandi.

  • 4 vetra hryssur

Orka frá Skógarnesi – A.e. 8,09
F: Straumur frá Feti
M: Snotra frá Grenshaga

Ræktandi og eigandi:
Sverrir Hermannsson

  • 4 vetra hestar

Árvakur frá Auðsholtshjáleigu – A.e. 8.26
F: Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum
M: Ríma frá Auðsholtshjáleigu

Ræktandi og eigandi:
Kristbjörg Eyvindsdóttir
Gunnar Arnarson

  • 5 vetra hryssur

Þjóðhátíð frá Margrétarhofi – A.e. 8.36
F: Ölnir frá Akranesi
M: Sóllilja frá Seljabrekku

Ræktandi:
Ingibjörg Kristjánsdóttir 50%
(Reynir Örn Pálmason 50%)

  • 5 vetra hestar

Seðill frá Árbæ – A.e. 8.44
F: Sjóður frá Kirkjubæ
M: Verona frá Árbæ

Ræktandi og eigandi:
Maríanna Gunnarsdóttir

  • 6 vetra hryssur

Líf frá Lerkiholti – A.e. 8.61
F: Stáli frá Kjarri
M: María frá Feti

Ræktandi og eigandi:
Kári Steinsson 50%
Lerkiholt ehf 50%

  • 6 vetra hestar

Varúlfur frá Eylandi – A.e. 8.34
F: Kjerúlf frá Kollaleiru
M: Vaka frá Árbæ

Ræktandi:
Davíð Matthíasson
Rut Skúladóttir
Elmar Sigurðsson

Selma Skúladóttir
  • 7 vetra hryssur

Arney frá Auðsholtshjáleigu – A.e. 8.45
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Trú frá Auðsholtshjáleigu

Ræktandi og eigandi:
Gunnar Arnarson

  • 7 vetra hestar

Jökull frá Breiðholti í Flóa – A.e. 8.81
F: Huginn frá Haga 1
M: Gunnvör frá Miðsitju

Ræktandi og eigandi:
Kári Stefánsson