Fréttir

T7 móti Fáks frestað

Hið árlega T7 mót Fáks sem fram átti að fara um aðra helgi verður ekki haldið í ljósi gildandi sóttvarnarreglna.

Óheimilt er að hafa áhorfendur á mótum og strangar kröfur eru gerðar um sóttvarnarrými fyrir starfsfólk og keppendur. Sjá nánar reglur um mótahald á heimasíðu LH.

Staðan verður endurmetin 17. febrúar næstkomandi þegar núverandi reglugerð fellur úr gildi og ný verður kynnt.