Vegna nýjustu samkomutakmarkana hefur verið ákveðið að halda Uppskeruhátíð Fáks með breyttu sniði.

Viðburðurinn verður ekki opinn heldur verður haft samband við verðlaunahafa og þeim boðið ásamt nánustu aðstandendum að mæta á verðlaunaafhendingu í félagsheimili Fáks á miðvikudagskvöldið klukkan 19:00.