Hið árlega T7 töltmót Fáks verður haldið í TM-Reiðhöllinni laugardaginn 9. febrúar næstkomandi. Mótið hefst klukkan 10:30 á pollaflokki.

Mótið er eingöngu fyrir félaga í Fák og hugsað fyrir minna vana keppendur. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt.

Keppnisfyrirkomulagið er mjög einfalt, í forkeppni eru 2 til 3 inná í einu, riðið er hægt tölt og svo snúið við og sýnd frjáls ferð á tölti.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokkur – Skráning á staðnum
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Opinn flokkur – 1. flokkur – Meira vanir
Opinn flokkur – 2. flokkur – Minna vanir

Skráningargjald á hest er 2.000 kr og fer skráning fram dagana 4.-7. febrúar næstkomandi á https://skraning.sportfengur.com/

Sé óskað aðstoðar við að skrá á mót þá vinsamlega komið við á skrifstofu í TM-Reiðhöllinni 4.-7. febrúar næstkomandi.