Það styttist í aðalfund Fáks en hann verður auglýstur með viku fyrirvara eins og lög gera ráð fyrir. Stefnt er að halda hann í byrjun mars en það verður auglýst með eins góðum fyrirvara og hægt er þegar skoðunarmenn ársreikningana hafa farið yfir þá osfrv.

Einnig er það í lögum félagsins að þeir sem ætla að bjóða sig fram til stjórnar þurfa að gera það skriflega viku áður en aðalfundur er haldinn. Þeir sem hafa hug á því að bjóða sig fram er því bent á að hafa samband í tölvupósti á fakur@fakur.is  en það mun vanta nýtt fólk í stjórnina þar sem ekki allir stjórnarmenn ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi setu.