ATHUGIÐ: Fundurinn verður fimmtudaginn 16. nóvember klukkan 20:00 í félagsheimili Fáks. 

Dagskrá:
1.  Afnotasamningur milli Fáks og Reykjavíkurborgar.

Fyrir fundinum liggur samningur milli Fáks og Reykjavíkurborgar um afnot af borgarlandi sunnan við stóra reiðvöllinn að Breiðholtsbraut og í kringum Dýraspítalann í Víðidal. Sjá meðfylgjandi loftmynd af svæðinu. Grænu svæðin eru þau svæði sem samningurinn nær til.

Afnotasamningur þessi er háður því skilyrði að Fákur taki að sér rekstur húsbílasvæðis sem fyrirhugað er að verði á afmörkuðu svæði við hliðina á nyrsta hluta núverandi kerrusvæðis. Sú aðstaða skal vera tilbúin haustið 2024 svo fremi sem tillagan um húsbílasvæðið fá tilskilin leyfi frá skipulagsyfirvöldum.

Meðfylgjandi mynd sýnir drög að tillögu um staðsetningu fyrirhugaðs húsbílasvæðis.

Loftmynd – Fyrirhugað húsbílastæði verður við hliðina á kerrusvæði félagsins.

Skipulag – Drög að skipulagi svæðisins.