Í ljósi nýrra reglna LH um sóttvarnir eru öll svæði í reiðhöllinni lokuð nema reiðhallargólfið. Þetta á við um salerni, anddyri og aðra félagsaðstöðu.

Sótthreinsivöki verður staðsettur við sameiginlega snertifleti og áhöld til að hreinsa upp tað.

Notendur reiðhallarinnar skulu leitast við að halda tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga.

Sóttvarnarfulltrúi félagsins er Einar Gíslason framkvæmdastjóri.

Ábendingar hvað betur má fara varðandi sóttvarnir í reiðhöllinni Víðidal skal senda í pósti á einar@fakur.is

Nánar um reglur LH um sóttvarnir má finnna hér.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/uppfaerdar-sottvarnarreglur-lh