Skráning á Þrígangs-Gæðingamótið sem haldið verður á Hvammsvellinum næstkomandi laugardag er nú opin inni á skraning.sportfengur.com.

Athugið að barnaflokkar verða inni í TM-Reiðhöllinni.

Til að gera mótið enn skemmtilegra ákváð mótanefnd að bjóða upp á fleiri flokka en vani er og ætlum við að biðja þá sem skrá sig í BARNAFLOKK 2 ( MINNA VANIR ) að skrá sig inn í kerfið í POLLAFLOKK. Og þá sem ætla að skrá sig í 60 ÁRA OG ELDRI að skrá sig í OPINN FLOKK. Kerfið bíður ekki upp á þessa flokka enn sem stendur.

Opinn flokkur – Meistarflokkur
Opinn flokkur – 1. flokkur
Opinn flokkur – 2. flokkur
Opinn flokkur – 3. flokkur
Opinn flokkur 60 ára og eldri (Vinsamlega skráið í opinn flokk)
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur 1 – Meira vanir
Barnaflokkur 2 – Minna vanir (Vinsamlega skráið í pollaflokk)

Um kvöldið verður svo kótilettukvöld að hætti Silla kokks.