Það verður veisla á fimmtudaginn þegar gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani fer fram í TM-Reiðhöllinni í Víðidal.

Upp úr 17:30 verður Sigvaldi Kokkur með mat í sal TM-Reiðhallarinnar. Á boðstólnum verður nautafille og kalkúnabringa með bernaises og sveppasósu auk meðlætis. Verð aðeins 2.500 krónur á mann.

Klukkan 17:45 mun Steinar Sigurbjörnsson kynna þjálfunaraðferð sem hann hefur nýtt sér undanfarin ár. Þjálfunaraðferðin kallast Intrinzen en hún opnar fyrir ný ævintýri í hestamennskunni og er fyrir alla hestamenn og hross á öllum stigum þjálfunar.

Klukkan 19:00 hefst svo gæðingafimin og stendur hún fram á kvöld.

Miðaverð er 1.500 krónur.

Veisla sem enginn má missa af.

Mætum tímanlega.