Kæru félagsmenn

Við viljum hvetja ykkur til að gera félagssvæðið okkar huggulegt fyrir komandi sumar. Nú fer sólin hækkandi á lofti og tilvalið að nota góða daga í að byrja á að ditta að, mála og viðhalda húsunum.

Við viljum minn á sérkjör Slippfélagsins til Fáksmanna af málningu sem til þarf, en Slippfélagið framleiðir og selur níðsterka íslenska málningu og gefur faglega ráðgjöf hvert sem verkefnið er.

Endilega komið við í Slippfélaginu og nýtið ykkur þessi sérkjör og fáið góðar ráðleggingar í verkefnið. Tökum höndum saman og fegrum dalinn.

Gleðilegt sumar !