Búið er að koma upp keðju og lás á rúllu- og baggastæði við reiðhöllina. Þeir sem eiga hey á svæðinu geta nálgast lykil hjá framkvæmdastjóra.

Hliðið skal ávalt vera lokað því borið hefur á því að fólk losi sig við húsgögn og rusl á svæðið.

Þá viljum við jafnframt hvetja þá sem eiga rúllur á svæðinu að hreinsa það vel næstu daga því um svæðið fýkur plast í tré og annan gróður sem lítill sómi er af.