Verktakinn er að ljúka við reiðveginn upp gjánna við Almannadal. Það á bara eftir að hefla yfir hann og þá er hann klár 🙂   Einnig er búið er að hækka veginn neðst í hvilftinni þannig að knapar hafi betra útsýni á akveginn. Þar var sett ræsi undir reiðveginn veginn, því þarna kom alltaf stór pollur á veturna sem hindraði för reiðmanna. Verktakinn er einnig byrjaður á stubbnum frá undirgöngum við Almannadal og að áningargerði í Rauðhólum og klárast sá hluti fljótlega.  Í september var borið oní, heflaður og valtaður reiðvegurinn frá Bugðu og að Heiðmerkurvegi. Svo er líka búið að bera ofan í og hefla veginn frá undirgöngum úr Víðidal meðfram Breiðholtsbraut alveg að gömlu brúnni við Skyggni. Reiðveganefnd í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum framkvæmdum og eiga allir hrós skilið fyrir því þetta bætir okkar útreiðarleiðir mikið.