Strigakjafturinn og húmoristinn Logi Bergmann verður veislustjóri og ræðumaður á Herrakvöldi Fáks laugardagskvöldið 12. október.  Einnig mun landnámshestamaðurinn Elli Sig vera með annál yfir það helsta sem gerst hefur á Fákssvæðinu í ár. Það mun því enginn verða óhulltur, enda verður skotið út og suður, svo það er um að gera að mæta og verja sig.  Einnig er boðið upp á eitt glæsilegasta villibráðarhlaðborð landsins og síðan verður kvenpeningnum hleypt inn rétt fyrir miðnætti og þeim snúið á dansgólfinu. Falleg hestamálverk verða boðin upp, happadrætti með ótrúlegum vinningsmöguleikum og vinningar að verðmæti 1 milljón en safnað verður fyrir snjótönn til að ryðja reiðvegina. Koma svo og leggja góðu málefni lið.

Miðaverða aðeins kr. 7.500 (kostar um 11.000 á sambærilegt villibráðarhlaðborð annars staðar) og frítt inn fyrir dömurnar á eftir. Allir skemmtilegir hestamenn taka daginn frá og mæta laugardagskvöldið 12. október nk.  Miðasala í Skalla (koma með 7.500 kall í peningum og málið dautt), Reiðhöllinni eða hjá nefndarmönnum. Þresti þrjúþúsund,  Þorra,  Rabba prentara,  Guðna bakara, Sæþóri Fannberg og Hirti Bergstað. Virðulegur klæðnaður skilyrði. Forpartý um allan bæ – bara að troða sér í einhvert þeirra og mæta áður en borðhaldið hefst kl. átta (húsið opnar kl. 19:00)

Herranefndin