Fákur boðar alla þá sem áhuga hafa á að vera með reiðkennslu á svæðinu í vetur. Við viljum auka framboð af allskonar námskeiðum og þess vegna ætlum við að hafa léttan fund um þessi mál. Allir velkomnir, bæði þeir sem hafa reiðkennararéttindi og þeir sem vilja bjóða upp á reiðtíma og miðla af reynslu sinni. Léttar veitingar í boði Fáks 🙂

Félagsheimili Fáks kl. 12:00 – 13:00 mánudaginn 7. október.