Að venju verða fjölbreytt námskeið í TM-Reiðhöllin og vonandi fá flestir eitthvað við sitt hæfi til að efla sig sem reiðmann. Mikil ásókn hefur verið í tíma í TM-Reiðhöllinni en það er reynt að hafa hana alltaf opna líka fyrir aðra reiðmenn eins og hægt er svo reynt verður að nýta þennan tíma vel.
Tímabilið í TM-Reiðhöllinni í vetur eru ca. 14 virkar vikur (fram að mánaðarmótum maí/apríl) og er því vetrinum í TM-Reiðhöllinni er skipt upp í tvær annir hjá flestum reiðkennurunum en athugið að námskeiðin geta verið mismunandi löng samt. Reiðkennarar sjá alfarið um skráningu og skiptinu í tíma hjá sér og verður að hafa samband við þá með það, nema í knapamerkjunum sem Fákur sér um.

Eftirfarandi reiðkennarar bjóða upp á námskeið í TM-Reiðhöllinni í vetur:

Róbert Petersen kennir á fimmtudögum frá kl. 17-21:30 Boðið er upp á paratíma og reyndar hægt líka að fá einstaklingstíma og er hver tími klukkustund. Námskeiðið er 7 tímar og svo verður framhaldsnámskeið. Róbert mun einstaklingsmiða námið fyrir knapa og hest með það að markmiði að að sem mestar framfarir verði í reiðmennsku knapans og gæðum hestsins. Upplýsingar á email: robbi@hestar.is eða síma 897-5580
Verð. kr. 35.000

Anna og Friffi bjóða upp á reiðkennslu í TM-Reiðhöllinni á þriðjudögum (frá kl. 14:00 -18:30) og er hver kennslustund hálftími og námskeiðið sjö reiðtímar og svo verður annað námskeið í framhaldi af þessu. Námskeiðið er einkatími þar sem styrkur og veikleiki hvers knapa er metinn og unnið með það í framhaldinu. Anna og Friffi kenna saman og eru með sitt hvorn nemandann í tímanum.
Nánari upplýsingar í síma 898-9354 (Friffi) og skráning á anna-friffi@simnet.is
Verð fyrir 7 tíma námskeið er 28.000 .-

Súsanna Ólafsdóttir býður upp á námskeið fyrir 12 – 22 ára unglinga og ungmenni á miðvikudögum í vetur. Námskeiðið saman stendur af fyrirlestrum, sýnikennslu og reiðtímum. Námskeiðið verður einstaklingsmiðað með áherslu á rétta líkamsbeitingu knapa og hests og svo fjölbreytni í þjálfun. Markmið er að bæta sína reiðmennsku og sinn hest, ríða gangtegundir í bland við æfingar í fallegu samspili og flæði með jákvæðri orku. Námskeiðið hentar öllu áhugasömu ungu hestafólki hvort sem stefnt er í keppni eða að bæta samspil við hestinn sinn. Mun námskeiðinu í framhaldi vera skipt upp eftir því hvort stefnt er á keppnisbrautina eða annað markmið með þjálfuninni. Námskeiðið er tvisvar x 6 kennslutímar plús fyrirlestur og sýnikennsla. Fyrra námskeiðið eru tveir nemendur í einu í 45 mín verð kr. 24.500 En á seinna námskeiðinu fær hver nemandi hálftíma og er verðið kr. 32.500
Súsanna er menntuð sem reiðkennari frá Hólum, landsdómari í bæði gæðingakeppni og íþróttakeppni. Og hef verið að mennta sig í Andalúsíu undanfarin haust í reiðlistinni, þar sem lögð er mikil áhersla á líkamsvitund, burð og léttleika. Skráning á fakur@fakur.is

Anna Lauga verður með námskeið fyrir 6-12 ára börn á sunnudagsmorgnum og hefst það í febrúar. Skráning og kynning sunnudaginn 5. febrúar kl. 11:00 í Guðmundarstofu

Sigrún Sig og Henna Sirén verða með Reiðnámskeið fyrir þá sem vilja öðlast meira öryggi í samskiptum við hestinn sinn.
Boðið er upp á námskeið fyrir útreiðafólk sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt gagnvart hestinum og öðlast þannig betri færni í samskiptum við hestinn sinn. Læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið því öruggur knapi er ánægður knapi.
Kennsla fer bæði fram í hópum og einkakennslu. Fyrsti tíminn er bóklegur og í framhaldi verða 7 verklegir tímar og fær hver nemandi (a.m.k). einn einkatíma.
Verð: 24.000.- kennt verður á þriðjudögum í TM reiðhöllinni.
Kennsla hefst með bóklegum tíma í Guðmundarstofu 14.febrúar 2017.
Skráning á sigrun@sigrunsig.com þar sem fram kemur nafn, kt, heimilisfang, netfang og sími.
Útreiða/hesthúsfélagar geta tekið fram ef þeir vilji vera saman.

Sigurbjörn Bárðarson verður með skeiðnámskeið þegar líður á veturinn (mars). Námskeiðið er bæði bóklegt (1 skipti) og verklegt ( 5 skipti). Auglýst nánar þegar nær dregur.

Ragnhildur Haraldsdóttir tekur að sér reiðkennslu í vetur, einkakennslu og hóptíma.
Áhersla lögð á að ásetu og stjórnun knapa, og færni í að þjálfa og undirbúa hestinn fyrir komandi vetur hvort sem fólk stefnir á keppni eða til ánæglegra útreiða. Einnig ef fólk hefur áhuga á kennslu í kringum tamningar og/eða gangsetningu þá er það líka í boði.
Áhugasamir hafi samband í síma 821-2803

Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir býður upp á reiðkennslu í vetur, einkatíma og hóptíma, fyrir alla aldurs- og reynsluhópa. Áhersla er lögð á gott samband milli manns og hests og á uppbyggilegar og jákvæðar þjálfunaraðferðir, sem nýtist öllum hestum og knöpum, hvort sem stefnt er að keppni eða ánægjulegri útreiðum.
Hrafnhildur er útskrifuð sem tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Áhugasamir getið haft samband í síma 846-8874.

Sigrún Sigurðardóttir verður með reiðkennslu í vetur fyrir Heldri Fáksmenn og verður það nánar auglýst síðar (hefst upp úr miðjum febrúar).

Karen Woodrow og Sif Jónsdóttir eru með hópa fyrir unglinga, Fákar og fjör, og svo eru þær með stóran hóp af konum á námskeiðum, Kjarnakonur. Nánari upplýsingar um þessa hópa á fésbókarsíðu þeirra.

Við erum svo heppin að hafa fullt af góðum menntuðum og reynslumiklum reiðkennurum á svæðinu og svo líka frábæra reynslumikla reiðmenn sem eru góðir reiðkennarar. Hægt er að hafa beint samband við þetta fólk, panta tíma eða námskeið, fá ráðleggingar osfrv. Eða hafa samband við Fák á fakur@fakur.is eða síma 898-8445 til að athuga með kennslu hvort sem er einkakennslu eða kennslu með öðrum í tímum (hóp).

Þeir reiðkennarar sem eru á Fákssvæðinu eru m.a.
Anna Valdimarsdóttir og Friðfinnur Hilmarsson
Erling Ó Sigurðsson
Henna Sirén
Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir
Karen Woodrow
Ragnhildur Haraldsdóttir
Róbert Petersen
Siggi Matt og Edda Rún
Sif Jónsdóttir
Sigurbjörn Bárðarson
Sigrún Sigurðardóttir