Nokkur reiðnámskeið eru að hefjast í þessari viku.

Róbert Petersen kennir á föstudögum frá kl. 14:00-19:00 og eru nokkur pláss laus en þeir sem ætla að halda áfram hjá honum eru beðnir að staðfesta tímann sinn. Tímarnir eru í klukkutíma og tveir saman í hóp, kenndir verða 6 tímar (út apríl). Fyrsti tími dagsins hefst kl. 14:00. Verð kr. 31.000

Anna og Friffi munu kenna á miðvikudögum frá kl. 17:00. Um einkatíma er að ræða í sex skipti í hálftíma á hvern nemanda. Verð kr. 27.000

Teitur Árnason kennir á mánudögum frá kl. 17:00. Tveir saman í hóp í 45 mínútur í 6 skipti. Verð kr. 24.500

Áhugasamir sendi póst á fakur@fakur.is með ósk um tímasetningu.