Hestamannafélagið Fákur ásamt reiðkennurunum Fríðu Hansen og Elise Englund Berge verða með reiðfiminámskeið fyrir vana og vel reiðfæra krakka á aldrinum 9-13 ára.

Námskeiðið samanstendur af 1 bóklegum og 5 verklegum tímum og endar á sýningaratriði á sýningunni ,,Æskan og hesturinn“ 4.maí.
Í tímunum verða ýmiskonar hestaíþróttir kynntar og krakkarnir fá að æfa sig og leika á hestbaki sem eflir þekkingu, reiðfærni, kjark og gleði. Settar verða upp þrautabrautir og farið verður í boðhlaup, eltingaleiki, fótbolta og jafnvel hindrunarstökk.

Í lok námskeiðsins fái þeir að sýna það sem þeir eru búnir að læra á sýningunni Æskan og hesturinn þar sem krakkar úr mörgum hestamannafélögum landsins koma fram.

Verklegu tímarnir eru 40 mín. og kennt verður dagana:
9.apríl (bóklegur tími kl: 17)
11. apríl kl: 17:00
16. apríl kl 18:00
23. apríl kl: 17:00
30. apríl kl: 17:00
2. maí kl: 17:00
4. maí Sýningin Æskan og hesturinn -tímasetningar síðar

Fríða og Elise eru báðar menntaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum.
Verð á námskeiðið er 13.000.

Skráning á námskeiðið fer fram á skraning.sportfengur.com