Ragnheiður hefur stundað tamningar og þjálfun hrossa í 25 ár. Hún útskrifaðist sem reiðkennari á Hólum árið 2006 og hefur m.a. kennt knapamerki,  sirkusnámskeið, “klikker námskeið” og almenn reiðnámskeið. Hún hefur að auki verið með annan fótinn í keppni gegnum árin.

Kennt verður á miðvikudagskvöldum 10., 17. og 24. febrúar og 3. mars 2021 í Reiðhöll Didda í C-tröð.

 Verð 16.500 kr.