Arnar Bjarki Sigurðsson verður með paratíma hjá Fáki í vetur sem eru opnir öllum aldurshópum og getustigum. Kennslan verður einstaklingsmiðuð, en tveir knapar eru inni á vellinum í einu.

Arnar Bjarki er með Bsc gráðu frá Háskólanum á Hólum í reiðmennsku og reiðkennslu og var þjálfari U21 landsliðs LH. Hann er einnig alþjóðlegur kynbótadómari og hefur mikla reynslu á sviði íþróttakeppna.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja bæta sig og hestinn sinn, hvort sem er til keppni eða almennra útreiða.

Kennsla fer fram á mánudögum í TM Reiðhöllinni.

  • Fyrra námskeið dagana 7., 14., 21. og 28. desember
  • Seinna námskeið 4., 11., 18. og 25. Janúar

Hver tími er klukkustund og er kennsla eftirfarandi: kl. 15-16 / 16-17 / 17-18 / 18-19 / 19-20 / 20-21

Verð er 25.000 kr. á mann per námskeið og fer skráning fram í gegnum https://skraning.sportfengur.com/