Skrifað hefur verið undir samning við Villibráð Silla slf. um að taka yfir rekstur á Félagsheimili Fáks að Víðivöllum frá og með 1. maí næstkomandi.

Félagsheimilið var auglýst til útleigu á vefsíðu Fáks og í Fréttablaðinu í febrúar síðastliðnum. Margir áhugasamir höfðu samband og að endingu var ákveðið að genga til samninga við Villibráð Silla.

Silli er okkur hestamönnum vel kunnur en hann hefur þjónustað marga viðburði á vegum Fáks auk þess sem hann var áður að reka Félagsheimilið.

Allar fyrirspurnir varðandi Félagsheimilið skal beina á matarveisla@gmail.com

Hér má sjá heimasíðu Silla: http://sillikokkur.is/