Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi í dag, 7. október og vara þær til 19. október.

Í nýju reglunum segir eftirfarandi:

Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.

Í kennslu og við æfingar í okkar hestaíþróttastarfi er ekki krafist snertingar og mjög auðvelt er að halda nálægðartakmörkunum við 2 metra.

Í því ljósi er reiðhöllin opin og námskeið sem eru á umræddu tímabili munu halda sér. Þá er grímuskylda á öllum einstaklingum sem sækja námskeið, fyrir kennara og knapa.

Þá skal að hámarki 10 manns vera í reiðhöllini á hverjum tíma.

Bókleg knapamerki sem kennd eru í félagsheimili Fáks falla niður á umræddu tímabili, 7.-19. október.