Fréttir

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi í dag, fimmtudag 10. desember, og gilda til 12. janúar.

Reiðhöllin er sem fyrr opin fyrir æfingar barna fæddra 2005 og síðar. Skulu þau vera í fylgd þjálfara eða forráðamanns við æfingar.

Þá eru æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum leyfðar í reiðhöllinni.

Að hámarki 10 manns mega vera inni í höllinni.

Sjá nánar á vef heilbrigðisráðuneytisins.
https://www.stjornarradid.is/…/COVID-19-Tilslakanir…/