Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari og yfirmaður hrossaræktar hjá RML mun halda námskeið um byggingu kynbótahrossa í Fáki laugardaginn 22. mars frá 10:00-15:00. (Bóklegur hluti fyrir hádegi, hlé og svo verklegur hluti eftir hádegi)
Verð 12.000kr
Hestar verða valdir af handahófi úr hópi þátttakenda á námskeiðinu.
Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi.
ATH að lágmarksþátttaka þarf að nást til að námskeiðið sé haldið.
Skráningu lýkur miðvikudaginn 19 mars kl: 22:00
Nú er kjörið tækifæri fyrir brekkudómara að mæta, læra og veifa svo diplóma í byggingadómum hrossa.