Annað mótið í Mótaröð Fáks 2014 verður haldið næstkomandi föstudag þann 28. Febrúar. Að þessu sinni verður keppt í þrautabraut. Þrautabrautin verður alveg eins og í fyrra og meðfylgjandi er útskýringarmynd. Tíminn er tekinn á hvað það tekur langan tíma að klára brautina og mistakist einhver þrautin bætist ofan á tímann eins og sýnt er á útskýringarmyndinni. (smellið á myndina til að sjá hana stærri). Hægt verður að æfa sig á brautinni eftir kl 21:15 á miðvikudagskvöld og til 17:15 á fimmtudaginn.

Capture

 

 

 

 

 

 

Þrautabrautin er hluti af mótaröðinni en auðvitað er öllum Fáksfélögum velkomið að vera með þó þeir séu ekki að safna stigum.

Keppt er í tveimur aldursflokkur og svo tveimur styrkleikaflokkum innan hvers flokks.
– 16 ára og yngri, tveir flokkar, minna keppnisvanir og keppnisvanir.
– 17 ára og eldri (þeir sem verða 17 á árinu), tveir flokkar, minna keppnisvanir og meira keppnisvanir.

Einungis er heimilt að skrá tvo hesta á hvern keppanda.

Skráningagjöld eru 500 kr fyrir 16 ára og yngri og 1500 kr fyrir 17 ára og eldri.
Skráning er icahrh@elkem.com fyrir klukkan 11 á föstudagsmorgun og með millifærslu á reikning 0535-14-400312 kt. 520169-2969
Einnig er hægt að skrá sig milli 18 og 22 fimmtudaginn 27. febrúar hjá vaktmanni í reiðhöllinni.
Ath aðeins þeir sem greitt hafa skráningagjöld fyrir föstudagsmorgun verða settir á ráslista

Fyrirkomulag:
Þrautabraut
Hefst kl 19:30
Keppt í eftirfarandi röð:
16 og yngri minna vanir
16 og yngri meira vanir
17 og eldri minna vanir
17 og eldri meira vanir

Allir að mæta, taka þátt eða hvetja knapa áfram, veitingasala á staðnum.