Við bjóðum allar hestakonur velkomnar í hina árlegu kvennareið Fáks, sem fer fram laugardaginn 17. maí. Lagt verður af stað frá Lýsishöllinni kl 14:00 og stefnt á skemmtilegan einhesta reiðtúr.
Í stoppi verður boðið upp á léttar veitingar.
Þema reiðarinnar í ár er hálsklútur í anda Höllu okkar forseta. Þegar heim er komið heldur gleðin áfram í veislusal reiðhallarinnar, þar sem við grillum saman. Um kvöldið kemur trúbador og heldur uppi stemningunni með lifandi tónlist og söng.
Húsið opnar 18:00.
Þær sem ekki komast með í reiðtúrinn eru hjartanlega velkomnar í grillið.
Skráning stendur til fimmtudagsins 15. maí!
Verð 5.000 kr.
Greitt inn á reikning:
Rn. 0370-22-037704
Kt. 081075-3609
Eigandi: Anna Guðný