Á morgun (miðvikudag 24. maí) mun Sigurbjörn Bárðarson leiðbeina þeim börnum, unglingum og ungmennum sem vilja með prógrammið sitt fyrir Gæðingamót Fáks. Hver nemandi ríður sitt prógramm á Hvammsvellinum og ætlar dómarinn/reiðkennarinn/keppnismaðurinn Sigurbjörn að vera til leiðbeiningar um betri útfærðslur ofl. að bættu prógrammi.
Þeir sem hafa áhuga á að koma verða að senda póst á fakur@fakur.is en ætlunin er að vera á Hvammsvellinum frá kl. 17:00 (hver nemandi fær 15 mín með meistaranum). Ekki víst að allir komist að svo senda verður gsm símanúmer með til að við getum látið ykkur vita nánari tímasetningar á morgun.