Gæðingamót Fáks fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 27. – 29. maí næstkomandi (föstudags til sunnudags). Vegleg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður hin glæsilega „Gregersen-stytta“ veitt þeim Fákskeppanda sem sýnir prúðmennsku og snyrtimennsku í hvítvetna og er ávallt klæddur Fáksbúningi í allri keppni á meðan á mótinu stendur.

Skráning á mótið fer fram á Sportfeng og þarf að velja hvort mótið á að skrá á (áhugamannaflokkar skráðir í sér mót) og lýkur henni þriðjudagskvöldið 24. maí (miðnætti)
http://skraning.sportfengur.com
Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
A flokkur gæðinga
A flokkur gæðinga áhugamenn
B flokkur gæðinga
B flokkur gæðinga áhugamenn
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
100 m
150 m
250 m skeið
Tölt T1

Drög að dagskrá:
Föstudagur: (hefst seinnipartinn – lok um 22:00) Unglingaflokkur, barnaflokkur og tölt T1
Laugardagur: (hefst laugardagsmorgun – lok um 20:00) Ungmennaflokkur, A-flokkur, B-flokkur
Sunnudagur: (hefst sunnudagsmorgun – lok um 18:00) Skeiðgreinar, úrslit í öllum flokkum.