Hreinsunardagur Fáks – Þriðjudag klukkan 17:00

Þriðjudaginn 23.  apríl er hinn árlegi hreinsunardagur Fáksmanna.  Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00 og lýkur með grilli í Guðmundarstofu frá kl. 18:30 – 19:00.

Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka er hægt að nálgast í anddyri reiðhallarinnar.

Tekið er við rusli sem safnast sunnan við reiðhöllina.

Þeir sem eiga bagga eða rúllur á rúllusvæði eru sérstaklega beðnir um að mæta þangað og taka til hendinni við að týna plast úr trjám og runnum.

Ekki er tekið við rusli úr hesthúsum.

Margar hendur vinna létt verk!

Þá biðjum við þá sem geyma hestakerrur sínar við hesthús um að koma þeim niður á kerrusvæði. 

Firmakeppni Fáks – Fimmtudag klukkan 12:00

Eins og hefð er fyrir fer firmakeppni Fáks fram sumardaginn fyrsta sem er á fimmtudaginn í næstu viku, 25. apríl. Mótið er ekki ólíkt vetrarleikunum okkar nema í firmakeppninni er heimilt að að ríða hvaða gangtegund(ir) sem er.

Upplagt tækifæri til að keppa og sýna sig og sjá aðra.

Hægt er að lesa nánar um mótsfyrirkomulag í meðfylgjandi link:

Harðarmenn koma í heimsókn – Laugardag klukkan 13:00

Næsta laugardag 29. apríl koma Harðarmenn í heimsókn í Víðidalinn. Harðarmenn leggja af stað frá Naflanum í Mosfellsbæ kl. 13:00.

Tekið verður á móti Harðarmönnum í Veislusalnum í Lýsishöllinni þar sem hægt verður að kaupa ljúfengar veitingar.

Að venju er riðið á móti Harðarmönnum og verður lagt af stað frá stóra gerðinu í A-tröð klukkan 13:00. Þaðan verður riðið upp í Ósakot þar sem við hittum Harðarmenn klukkan 14:00.