Eins og hefð er fyrir fer firmakeppni Fáks fram sumardaginn fyrsta sem er á fimmtudaginn í næstu viku, 25. apríl. Mótið er ekki ólíkt vetrarleikunum okkar nema í firmakeppninni er heimilt að að ríða hvaða gangtegund(ir) sem er fyrir utan fet. Úti er sýnd hröð ferð suður beinu brautina á Hvammsvelli og hægt til baka.

Upplagt tækifæri til að keppa og sýna sig og sjá aðra.

Skráningargjald í alla flokka er 250 krónur og fer skráning fram á Sportfengur.com

Pollar greiða ekkert þar sem skráning þeirra fer fram hér að neðan.

Mótið hefst klukkan 12:00. Pollar og börn munu keppa inni í reiðhöll.

Skráning er opin til 10 á fimmtudagsmorgun sama dag og mótið fer fram. 

Við hvetjum knapa til að mæta í sínu fínasta pússi á mótið. Þeir knapar sem keppa í félagsbúningi Fáks eiga kost á því að verða valið glæsilegasta par mótsins.

Boðið er upp á eftirfarandi flokka og í þessari röð:
Pollar – teymdir
Pollar – ríðandi
Börn – Minna vön – Í Sportfeng merkt: T8 barnaflokkur
Börn – Meira vön – Í Sportfeng merkt: T7 barnaflokkur
Unglingar – Minna vanir – Í Sportfeng merkt: T8 unglingaflokkur
Unglingar – Meira vanir – Í Sportfeng merkt: T7 unglingaflokkur
Ungmenni – Í Sportfeng merkt: T7 fullorðinsflokkur T7 ungmennaflokkur
Konur 2 (minna keppnisvanar) – Í Sportfeng merkt: T7 fullorðinsflokkur 3. flokkur
Karlar 2 (minna keppnisvanir) – Í Sportfeng merkt: T7 fullorðinsflokkur 2. flokkur
Heldri menn og konur (55 ára +) – Í Sportfeng merkt: T8 fullorðinsflokkur 3. flokkur
Konur 1 (meira keppnisvanar) – Í Sportfeng merkt: T7 fullorðinsflokkur 1. flokkur
Karlar 1 (meira keppnisvanir) – Í Sportfeng merkt: T7 fullorðinsflokkur