Laugardagskvöldið 11. janúar verður blásið til Hrossakjötsveislu Limsverja í félagsheimili Fáks.

Húsið opnar kl: 19:00 og sest verður að borðum kl: 20:00.

Galdraðir verða fram gómsætir réttir sem fara vel í maga og aðrir sem renna ljúflega í eyru.

Forsala aðgöngumiða á betra verðinu verður í anddyri TM-Reiðhallarinnar fimmtudagskvöldið 9. janúar frá 19:30 til 21:30. Heitt á könnunni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og keyrum árið í gang.

Nánari upplýsingar veitir Helgi í síma 698-8370.