Hinn árlegi hreinsunardagur Fáks verður fimmtudaginn 9. maí. Hreinsunardagurinn hefst klukkan 17:00 og lýkur með grilli í TM-Reiðhöllinni frá klukkan 18:30.

Gámar verða staðsettir fyrir framan Faxaból, við B-tröð í Víðidal og á rúllusvæði í Almannadal. Ruslapoka er hægt að nálgast í reiðhöllinni.

Við hvetjum alla félagsmenn okkar að taka þátt í að hreinsa Víðidalinn og Almannadalinn af rusli.

Þá þarf að fara í stórt átak á rúllusvæðinu okkar vestan við Reiðhöllina og biðjum við eigendur heys að koma og hreinsa upp allt plast og rusl af svæðinu.

Margar hendur vinna létt verk!