Veisla ársins verður laugardaginn 6. október, en þá er hið árlega Herrakvöld Fáks. Villibráðarhlaðborðið mun svigna undan kræsingum eins og undanfarin ár. Veislustjóri verður Siggi Svavars og mun stórskemmtilegur drengur fara með gamanmál og er því ekki seinna vænna fyrir hestamenn að fara að koma hláturvöðvunum í form fyrir kvöldið og taka daginn frá því þar sem þeir tveir koma saman þar verður gaman.

Klukkan 11 hefst dansleikur með frábærri hljómsveit.  Allar konur eru vellkomnar á ballið.
Staður Félagsheimili Fáks.

kveðja,
Nefndin