Hið margrómaða Herrakvöld Fáks verður haldið laugardaginn 2. október næstkomandi í Félagsheimilinu í Víðidal.

Þetta mikla gleðikvöld verður með hefðbundnum hætti; villibráðarhlaðborð að hætti Silla kokks, happdrætti, góðir drykkir á barnum og góðir menn í salnum.

Miðasala fer fram í Skalla Hraunbæ.

Dagskrá:

Húsið opnar 18:00

Fordrykkur

Borðhald hefst 19:00

Veislustjóri er Þröstur 3000

Ræðumaður kvöldsins er Eyþór Ingi tónlistamaður og leikari.

Verð 8.500 krónur.

Villibráðarhlaðborð Silla:

Rjúpusúpa

Smjördeigskoddi fylltur með gæsalæra confit og beikonsultu

Kaldir réttir

Graflax með sinnepssósu

Kaldreykt Epla og hvítvínsmarineruð gæsabringa  á salatbeði með camenbert og eplachutney

Gæsalifrarkæfa með púrtvínshjúp

Villibráðarpaté með trönuberjasósu

Reyktur og grafinn skarfur með bláberjum

Hrossafille í soja og wasabi

Appelsínugrafið dádýr með parmesan – trufflu balsamikediki og appelsínu

Heitir réttir

Hreindýrabollur með sveppum og lauk

Hreindýr á rusty með villisveppaduxel og villisoði

Villibráðarpottréttur í tartalettum

Risottobollur með gæs og villisveppum

Bláberjamarineruð heiðagæsabringa

Með fennel og döðlu sætkartöflumús, sykurbrúnuðum kartöflum, bleiku eplasalti,  heimalagað rauðkál og villibráðarsósa.

Desert

Kaffi og konfekt