Nú verða allir karlpungar að taka daginn frá því hið árlega Herrakvöld verður haldið laugardaginn 10. okt. nk.  Það er því fínn tími til að láta hreinsa gleðigallann eftir síðasta gigg því allir skemmtilegir karlar munu mæta og hafa gaman saman. Eiginkonur og kærustur eru líka beðnar að undirbúa sig fyrir dekurdag karlsins og þær beðnar að undirbúa þá bæði andlega og líkamlega undir kvöldið  svo þeir séu ferskir þegar þeir mæta á  hið víðfræga villibráðarhlaðborð Silla sem mun svigna undan fjölbreyttum kræsingum. Það er mál manna að elstu hestamenna muna ekki eftir að hafa fengið eins góða villibráð og á síðasta Herrakvöldi og ekki klikkar Silli í ár frekar en venjulega.

Veislustjórar og skemmtikraftar verða auglýstir síðar en þar sem eru hestamenn, matur og vín koma saman er gaman :)