Reiðveganefnd Fáks vinnur hörðum höndum að því að bæta okkar reiðvegi og einnig er þeim öryggismál hestamanna ofarlega í huga. Guðrún Oddsdóttir, formaður reiðveganefndar Fáks, sagði í stuttu spjalli að í sumar hefði langþráð vegrið við Vesturlandsveg komið upp. Einnig var öryggisgirðing meðfram Breiðholtsbrautinni lengd í báðar áttir og búið er að þökuleggja brúarstöpla (grjóthleðslu) við undirgöngin undir brúna við Breiðholtsbrautina (á trippahringum). Einnig var trjágróður við brú klipptur þar sem hann var farinn að þrengja að reiðvegi og skerða útsýni í beygjunni við brúnna. Guðrún sagði að þessar framkvæmdir höfðu verið unnar í góðu samráði við Vegagerðina og Reykjavíkurborg og vill hún þakka þeim fyrir gott samstarf enda koma þessi verk til með  að bæta okkar öryggi á fjölförnum leiðum.

Brú við Breiðholtsbraut