Fyrstu vetrarleikar Fáks 2014 verða haldnir næstkomandi laugardag þann 22. febrúar. Keppnin verður með sambærilegu sniði og áður, 2 ferðir á beinni braut hægt tölt aðra leiðina og fegurðartölt til baka og úrslit í beinu framhaldi eftir hvern flokk. Eins og í fyrra verða pollarnir inni í reiðhöll og að þessu sinni verða börnin þar líka vegna slysahættu sem ísinn skapar.

Brautin fyrir aðra flokka verður á túninu fyrir framan afleggjarann að víðidalnum (þar sem tjaldsvæðin voru á Landsmótinu 2012). Þessi staður var valinn þar sem skeiðbrautin á hvammsvellinum er helst til hrufótt og túnið ætti að veita skemmtilega fjöðrun undir ísnum.

Flokkar: Teymdir pollar, ríðandi pollar, börn, unglingar, ungmenni, karlar II, Karlar I, Konur II & Konur I
Tími: Pollar byrja kl 12 í reiðhöllinni og börnin strax á eftir þeim. Keppnin hjá eldri flokkunum hefst kl 13:30
Skráning: Í reiðhöllinni laugardaginn 22.feb milli kl 11 og 11:30
Skráningagjöld: 1000 kr og frítt fyrir polla, börn og unglinga